tisa: Besti dagur vikunnar

mánudagur, janúar 19, 2009

Besti dagur vikunnar

Ég átti svoleiðis yndislega helgi.
Náði svona flestum takmörkum mínum.
Nema þessum leiðinlegu.

Ég var í þýskutíma áðan.
Er sko geðveikt góð í þýsku.
Búin að læra meira í þýsku núna en ég lærði í frönsku á tveimur önnum.
Eða um tuttugu orð.

Núna er ég í gati.
Eitt af fimmþúsund götunum mínum í hverri viku.

Svo er ég að fara í tölvufræði á leikskólastigi á eftir.
En þar lærum við að búa til powerpointskjöl.
Hvernig maður velur mismunandi letur og bakgrunn.
"Og svo er hægt að horfa á þetta í SLIDESHOW"
Tilkynnti kennarinn hátíðlega í seinasta tíma.
Ég get ekki beðið eftir að komast að því hvað ég læri næst.

Svo er það enska.
"I didn't actually read your papers, but I did tick them with a red pen"
"Does anyone know what 'tick' means???"

Mánudagar eru ekkert svo slæmir.


Svo er maður byrjaður að vinna á vídjóleigu.
Og það upp í Garðabæ.
(Ég skrifaði fyrst óvart Garpabæ og hló að sjálfri mér í tíu mínútur)

Ég er ógeðslega fyndin.

Ég komst að því út í Ástralíu að sextán og sextown er borið fram alveg eins.
Mér finnst það líka ógeðslega fyndið.
Sérstaklega vegna þess að ég var bara að gera mér grein fyrir þessu fyrir tveimur mánuðum eða svo.


Ætla að leggjast undir sæng í þrjátíu og fimm mínútur.

tisa at 10:07

1 comments